Ferill 302. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 302 . mál.


589. Nefndarálit



um frv. til l. um stöðvun verkfalls fiskimanna í aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands utan Vestfjarða, svo og Vélstjórafélagi Íslands, Vélstjórafélagi Suðurnesja og Vélstjórafélagi Vestmannaeyja.

Frá 1. minni hluta sjávarútvegsnefndar.



    Á fundi nefndarinnar um þetta mál komu Helgi Laxdal frá Vélstjórafélagi Íslands, Benedikt Valsson frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Kristján Ragnarsson frá LÍÚ og Arnar Sigurmundsson og Ágúst Elíasson frá Samtökum fiskvinnslustöðva og loks Árni Kolbeinsson og Ólafur Davíðsson sem, ásamt Þorkeli Helgasyni, skipuðu nefnd þá sem mælt er fyrir um í 1. gr. frumvarpsins.
    Fyrsti minni hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 10. febr. 1994.



Vilhjálmur Egilsson,

Gunnlaugur Stefánsson.

Árni R. Árnason.


frsm.



Einar K. Guðfinnsson,


með fyrirvara.