Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 378 . mál.


637. Breytingartillögur



við till. til þál. um stefnumótandi byggðaáætlun 1994–1997.

Frá Hjörleifi Guttormssyni, Steingrími Hermannssyni


og Kristínu Einarsdóttur.



    2. mgr. orðist svo:
                  Að treysta byggðina þannig að gæði og auðlindir til lands og sjávar verði nýtt á hagkvæman hátt og leitast við að tryggja viðgang þeirra og að umhverfi sé ekki spillt.
    Ný málsgrein, sem verði 5. mgr., bætist við, svohljóðandi:
                  Að tryggja að sem mestur jöfnuður náist í opinberri þjónustu og verðlagningu á orku, fjarskiptum og öðrum sambærilegum undirstöðuþáttum er varða afkomu fólks um land allt.