Ferill 193. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 193 . mál.


677. Breytingartillögur



við frv. til hafnalaga.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (PJ, ÁJ, PBald, StB, EgJ).



    Við 11. gr.
         
    
    E-liður 1. tölul. falli brott.
         
    
    Við 2. tölulið bætist: Þó skulu flutningar með ferjum og flóabátum sem njóta styrks samkvæmt vegalögum undanþegnir vörugjaldi.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr töluliður svohljóðandi:
                       8. Gjöld af ferjum og flóabátum.
    Við 12. gr. Lokamálsgrein greinarinnar orðist svo:
                  Ráðherra skal kveða nánar á um innheimtu og skil á gjaldinu, þar á meðal hversu oft það getur lagst á sömu vörusendingu og ákveða hvernig skuli fara með vörslu og daglega afgreiðslu sérstaks vörugjalds samkvæmt lögum þessum.
    Við 24. gr. Við 1. mgr. bætist nýr töluliður svohljóðandi:
                  7. Tollaðstaða fyrir farþegaferjur er halda uppi reglulegum áætlanasiglingum til     landsins.
    Við 39. gr. Greinin orðist svo:
                  Ráðherra setur reglur um framkvæmd þessara laga.