Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 196 . mál.


711. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Hæstarétt Íslands, nr. 75 21. júní 1973.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 2. gr.
         
    
    Formsmálsgreinin orðist svo: 2.–3. mgr. 3. gr. laganna verða svohljóðandi:
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                            Dómurinn ákveður hve margir dómarar skipa dóm í hverju máli. Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu eiga þar sæti þeir sem eru elstir að starfsaldri við Hæstarétt, en dómari skv. 4. gr. verður þá ekki kvaddur til setu í dómi nema tölu dómara verði ekki náð í máli vegna forfalla eða vanhæfis reglulegra dómara.
    Við 4. gr. Í stað „1. janúar“ komi: 1. júlí.