Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 286 . mál.


804. Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl.

Frá landbúnaðarnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem miðar að því að tryggja að sameining sveitarfélaga raski ekki núverandi fyrirkomulagi fjallskiladeilda og upprekstrar á einstaka afrétti nema sveitarfélög semji á annan veg. Nefndinni bárust umsagnir frá héraðsnefndum Múlasýslna, Suðurnesja, Árnesinga, Borgarfjarðarsýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og Dalasýslu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi Íslands.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Einar K. Guðfinnsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 22. mars 1994.


Egill Jónsson,

Gísli S. Einarsson.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

form., frsm.


Kristín Ástgeirsdóttir.

Ragnar Arnalds.

Guðni Ágústsson.


Eggert Haukdal.

Árni M. Mathiesen.