Ferill 400. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 400 . mál.


1000. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 94/1976, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið á nokkrum fundum og fengið til sín Magnús Pétursson ráðuneytisstjóra og Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra tryggingafélaga, Sigurð Helga Guðjónsson, lögfræðing hjá Húseigendafélaginu, og Jón Guðmundsson formann og Sverri Kristinsson, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala.
    Samkomulag náðist í nefndinni um að mæla með samþykkt frumvarpsins, en nefndin áskilur sér rétt til að taka málið aftur til umfjöllunar fyrir 3. umræðu, m.a. í tengslum við skipun stjórnar ef hlutverk Fasteignamats ríkisins við brunabótamat verður lögfest með samþykkt 577. máls þingsins, frumvarps til laga um brunatryggingar.

Alþingi, 20. apríl 1994.



Halldór Ásgrímsson,

Vilhjálmur Egilsson.

Steingrímur J. Sigfússon.


form., frsm.



Kristín Ástgeirsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Árni R. Árnason.

Ingi Björn Albertsson.