Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 546 . mál.


1001. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin tók frumvarpið fyrir á nokkrum fundum og fékk til sín Indriða H. Þorláksson og Snorra Olsen frá fjármálaráðuneytinu. Þá fékk nefndin umsagnir um frumvarpið frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Sambandi veitinga- og gistihúseigenda og Samtökum fiskvinnslustöðva.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Breytingarnar fela það í sér að hugbúnaðariðnaður verði færður niður í hinn sérstaka gjaldflokk en um leið hækki sá flokkur um 0,05% frá því sem frumvarpið gerir ráð fyrir til að mæta skertum tekjum ríkissjóðs af þessum sökum.

Alþingi, 20. apríl 1994.



Vilhjálmur Egilsson,

Rannveig Guðmundsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.


frsm.



Ingi Björn Albertsson.

Árni R. Árnason.