Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 500 . mál.


1017. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Við 1. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað „laxfiska“ í liðnum fiskeldi komi: vatnafiska. Samsvarandi breytingar verði á öðrum liðum í orðskýringunum nema í liðnum villtur laxastofn.
         
    
    Í stað orðsins „laxaframleiðslu“ í liðnum hafbeit til stangaveiði komi: framleiðslu.
         
    
    Á eftir liðnum kvísl komi nýr liður sem orðist svo: Lagardýr: Öll dýr með kalt blóð sem lifa og geta afkvæmi í sjó eða fersku vatni.
         
    
    Á eftir liðnum vatn komi nýr liður sem orðist svo: Vatnafiskur: Fiskur sem lifir að hluta eða allan sinn lífsferil í fersku vatni.
         
    
    Liðurinn umhverfismat falli brott.
    Við 2. gr.
         
    
    2. mgr. a-liðar (14. gr.) orðist svo:
                            Óheimilt er að koma með lax að landi sem veiðst hefur í sjó í veiðitæki sem ætluð eru til veiði annarra fiska. Ber þeim er veiðir lax á þann hátt að sleppa honum í sjó aftur.
         
    
    6. mgr. a-liðar (14. gr.) orðist svo:
                            Heimild landareigna, sem liggja að sjó, til silungsveiða skal miðast við þann netafjölda sem viðkomandi landareign hafði síðustu fimm ár fyrir gildistöku laga um lax- og silungsveiði frá 1957. Um ágreining skal fjalla skv. 94. gr. Rétt er ráðherra að setja reglur um silungsveiði í sjó.
         
    
    1. málsl. 2. mgr. b-liðar (15. gr.) orðist svo: Á tímabilinu 1. apríl til 1. október má eigi leggja net né hafa ádrátt í sjó nær ósi straumvatns en 1.500 metra ef meðalvatnsmagn ár er innan við 25 m 3 á sekúndu en 2.000 metra ef vatnsmagnið er meira og eigi nær en 1.500 metra frá hafbeitarstöð, enda gangi fiskur í það vatn eða þá hafbeitarstöð.
         
    
    Inngangur greinarinnar verði svohljóðandi: IV. kafli laganna, er hafi fyrirsögnina Veiðistjórn lax- og göngusilungs og fiskirækt, orðist svo.
    Inngangur 3. gr. verði svohljóðandi: V. kafli laganna, er hafi fyrirsögnina Veiðistjórn vatnasilungs, orðist svo.
    Inngangur 4. gr. verði svohljóðandi: VII. kafli laganna, er hafi fyrirsögnina Fiskvegir og önnur mannvirkjagerð í og við veiðivötn, orðist svo.
    Við 5. gr.
         
    
    Í stað 3. mgr. a-liðar (62. gr.) komi tvær nýjar málsgreinar sem orðist svo:
                            3. Er skilríkjum hefur verið skilað og mannvirkjagerð lokið skal veiðimálastjóri gera úttekt á stöðinni. Teljist frágangur fullnægjandi skal veiðimálastjóri mæla með staðfestingu rekstrarleyfis. Ráðherra gefur síðan út rekstrarleyfi og öðlast starfsemin þar með réttindi skv. 66. gr. Í rekstrarleyfi skal tilgreina leyfilega árlega framleiðslu í kvía- og strandeldi og hámark sleppinga á seiðum í hafbeit. Ráðherra getur heimilað aukningu í fjölda slepptra seiða í hafbeit að fenginni umsögn veiðimálanefndar og veiðimálastjóra.
                            4. Ráðherra er rétt að setja skilyrði fyrir rekstrarleyfi í reglugerð. Hafbeitar- og eldisstöðvar í rekstri við gildistöku þessara laga skulu endurnýja rekstrarleyfi innan árs frá gildistöku þeirra.
         
    
    G-liður (68. gr.) orðist svo:
                            Eldi annarra lagardýra í kvía- og strandeldi skal hlíta sömu reglum og eldi vatnafiska eftir því sem unnt er.
         
    
    K-liður (72. gr.) falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „skulu framkvæmdar undir eftirliti“ í 2. málsl. l-liðar (73. gr.) komi: skal framkvæmd í samráði við.
         
    
    Inngangur greinarinnar verði svohljóðandi: IX. kafli laganna, er hafi fyrirsögnina Fiskeldi og hafbeit, orðist svo.
    Við 6. gr.
         
    
    1.–2. málsl. 1. mgr. e-liðar (90. gr.) orðist svo: Í veiðimálanefnd eiga sæti fimm menn. Ráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn, einn án tilnefningar, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands stangaveiðifélaga og tvo samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga.
         
    
    6. og 7. mgr. g-liðar (92. gr.) falli brott.
         
    
    Inngangur greinarinnar verði svohljóðandi: XIII. kafli laganna, er hafi fyrirsögnina Stjórn veiðimála, Veiðimálastofnun og eftirlit, orðist svo.