Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 389 . mál.


1026. Breytingartillögur



við frv. til l. um sölu notaðra ökutækja.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    4. tölul. 1. mgr. orðist svo: Hafa lagt fram skilríki því til sönnunar að þeir hafi gilda tryggingu sem bætir viðskiptavinum tjón er þeir kunna að verða fyrir vegna ásetnings eða gáleysis bifreiðasala. Trygging þessi getur verið fólgin í ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu vátryggingafélagi, bankatryggingu eða annars konar tryggingum sem sýslumaður metur gildar. Tryggingarfjárhæð, innan hvers tryggingartímabils, skal nema að hámarki 20 millj. kr. Að gengnum fullnaðardómi eða að gerðri réttarsátt um vanefnd og þegar ljóst er að seljandi getur ekki efnt skyldu sína samkvæmt dóminum eða sáttinni skal kaupanda greitt af tryggingarfénu. Nánari ákvæði um tryggingarskylduna, lágmarksfjárhæð, lágmarksskilmála og gildissvið tryggingarinnar og hverjir geti veitt tryggingu skulu sett í reglugerð. Í henni má einnig kveða á um hækkun tryggingarfjárhæðarinnar til samræmis við almenna verðlagsþróun í landinu.
         
    
    Lokamálsliður 2. mgr. orðist svo: Framkvæmdastjóri fyrirtækisins eða yfirmaður viðkomandi starfsemi innan þess skal fullnægja skilyrðum 1.–3. og 5. tölul. 1. mgr.
    Við 4. gr. 2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Bifreiðasali skal staðfesta að fullnægjandi ástandslýsing, sbr. 1. mgr., fylgi ökutæki og einnig skal hann staðreyna upplýsingar um eiganda ökutækis og hvort veðbönd hvíli á ökutækinu.
    Við 5. gr. Í stað lokamálsliðar 1. mgr. komi tveir málsliðir, svohljóðandi: Bifreiðasali skal, áður en gengið er frá afsali notaðs ökutækis, greina kaupanda með sannanlegum hætti frá þeim rétti hans að láta óháðan aðila meta ástand ökutækis, svo sem faggilta skoðunarstofu eða faggilt skoðunarverkstæði. Slíkt mat skal gert á kostnað kaupanda nema um annað verði samið.
    Við 6. gr. Í stað orðanna „sem fyrst“ í 2. mgr. komi: án tafar.