Ferill 303. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 303 . mál.


1028. Nefndarálit



um frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.

Frá stjórnarskipunarnefnd.



    Á fundi sínum 29. mars kaus Alþingi sérnefnd, sbr. 32. gr. þingskapa, til að fjalla um frumvarp þetta sem felur í sér að 28. gr. stjórnarskrárinnar, sem veitir heimild til útgáfu bráðabirgðalaga, falli brott.
    Á fundi nefndarinnar kom fram að bráðabirgðalagaákvæði stjórnarskrárinnar er eitt þeirra atriði sem eru til umfjöllunar á vettvangi stjórnarskrárnefndar sem skipuð er fulltrúum þingflokkanna. Með hliðsjón af því að stutt er til þingloka og að málið er til umfjöllunar í stjórnarskrárnefnd þykir heppilegt að ríkisstjórnin feli stjórnarskrárnefnd að fjalla um þá tillögu sem felst í frumvarpinu. Nefndin leggur því til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Guðmundur Bjarnason, Kristín Einarsdóttir og Sigurður Hlöðvesson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. apríl 1994.



Matthías Bjarnason,

Sigríður A. Þórðardóttir.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Páll Pétursson.

Geir H. Haarde.

Gunnlaugur Stefánsson.