Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 201 . mál.


1057. Breytingartillaga



við frv. til l. um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðrum en hvölum.

Frá Kristínu Einarsdóttur, Hjörleifi Guttormssyni


og Ólafi Ragnari Grímssyni.



    Við 16. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
    Umhverfisráðherra getur í reglugerð aflétt friðun landsels, útsels, blöðrusels og vöðusels á tilteknum svæðum og árstímum samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar um villt dýr. Umhverfisráðherra hefur yfirumsjón með nýtingu selastofna og þeim aðgerðum af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og útbreiðslu sela eða tjón af þeirra völdum.