Ferill 450. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 450 . mál.


1066. Breytingartillögur



við frv. til l. um vátryggingastarfsemi.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Við 27. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Breytingar á samþykktum vátryggingafélags ber að senda Vátryggingaeftirlitinu innan viku frá samþykkt þeirra. Geri Vátryggingaeftirlitið ekki athugasemd við þær breytingar ber félaginu innan tveggja mánaða að senda eftirlitinu dagsett eintak af samþykktunum í heild með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið.
    Við 56. gr.
         
    
    Fyrri málsliður fyrri málsgreinar orðist svo: Áður en gengið er frá vátryggingasamningi, og einstaklingur á í hlut, skal vátryggingafélag eða sá sem gerir samninginn fyrir hönd þess gefa vátryggingataka ítarlegar upplýsingar um efni þeirrar löggjafar sem samningsaðilar hyggjast semja um að gildi um samninginn.
         
    
    Síðari málsgrein orðist svo:
                            Val á löggjöf um vátryggingasamning ásamt staðfestingu á að vátryggingataki hafi fengið ítarlegar upplýsingar um efni þeirrar löggjafar skal koma fram í samningnum sjálfum eða í fylgigögnum með honum.
    Við 60. gr. Á eftir orðinu „líftryggingu“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: til a.m.k. sex mánaða.
    Við 62. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Vátryggingafélag eða sá sem gerir samninginn fyrir þess hönd og vátryggingataki geta þó samið um að löggjöf heimaríkis vátryggingafélagsins gildi um skuldbindinguna, enda heimili löggjöf þess ríkis slíka samninga, sbr. þó 3. og 4. mgr. 61. gr.
    Við 63. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Vátryggingafélag eða sá sem gerir samninginn fyrir þess hönd og vátryggingataki geta þó samið um að löggjöf heimaríkis vátryggingafélagsins gildi um skuldbindinguna, enda heimili löggjöf þess ríkis slíka samninga, sbr. þó 3. og 4. mgr. 61. gr.
    Við ákvæði til bráðabirgða bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heimilt er gagnvart þeim aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins sem ekki hafa lögfest tilskipanir 92/49/EBE og 92/96/EBE að beita ákvæðum gerða 73/239/EBE, 88/357/EBE, 79/267/EBE og 90/619/EBE, ásamt síðari breytingum, um starfsleyfi og eftirlit með vátryggingastarfsemi.