Ferill 578. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 578 . mál.


1069. Nefndarálit



um frv. til l. um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem felur í sér að Brunabótafélagi Íslands verði breytt í eignarhaldsfélag er hætti jafnframt beinni vátryggingastarfsemi. Stjórnarfarsleg tengsl félagsins við Alþingi eru rofin og fulltrúaráði félagsins, sem tilnefnt er af þeim sveitarfélögum í landinu er brunatryggja fasteignir hjá félaginu, er fengið fullt forræði yfir félaginu. Frumvarpið er liður í endurskoðun fyrirkomulags á brunatryggingum húseigna hér á landi í tengslum við gildistöku EES-samningsins.
    Nefndin fjallaði um málið samhliða frumvarpi til laga um vátryggingastarfsemi, 450. máli, og frumvarpi til laga um brunatryggingar, 577. máli. Á fund nefndarinnar vegna framangreindra mála komu Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Erlendur Lárusson og Rúnar Guðmundsson frá Tryggingaeftirliti ríkisins, Axel Gíslason, Ólafur B. Thors og Sigmar Ármannsson frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Ingi R. Helgason, forstjóri Brunabótafélags Íslands, Jón G. Tómasson borgarritari og Eyþór Fannberg frá Húsatryggingum Reykjavíkurborgar, Magnús Axelsson, formaður Húseigendafélagsins, Ari Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, Ögmundur Jónasson og Björn Arnórsson frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Kristján Jóhannsson, formaður Sambands félaga sumarhúsaeigenda á Íslandi. Þá studdist nefndin við umsagnir frá Inga R. Helgasyni, forstjóra Brunabótafélags Íslands, og Sambandi íslenskra tryggingafélaga.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 26. apríl 1994.



Gunnlaugur Stefánsson,

Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Ingibjörg Pálmadóttir,


form., frsm.

með fyrirvara.



Guðmundur Hallvarðsson.

Margrét Frímannsdóttir,

Sólveig Pétursdóttir.


með fyrirvara.



Finnur Ingólfsson,

Sigríður A. Þórðardóttir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,


með fyrirvara.