Ferill 282. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 282 . mál.


1096. Breytingartillögur



við frv. til l. um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (VE, ÁRÁ, GHall, GunnS, EKG).



    Við 1. gr. Lokamálsliður greinarinnar orðist svo: Þá er sjóðnum heimilt að veita ábyrgðir og lán til nýsköpunar í sjávarútvegi og til að greiða fyrir þátttöku sjávarútvegsfyrirtækja í verkefnum erlendis.
    Við 3. gr. Næstsíðasti málsliður orðist svo: Þá skal ríkissjóður leggja sjóðnum til að láni jafnvirði 4.000 millj. kr. á árunum 1994 og 1995.
    Við 4. gr.
         
    
    1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Eigendur fiskiskipa, sem skráð eru á skipaskrá Siglingamálastofnunar ríkisins 1. janúar ár hvert og leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni, skulu árlega greiða gjald til Þróunarsjóðs. Undanþegnir gjaldinu eru bátar minni en 6 brúttórúmlestir sem stunda veiðar með línu og handfærum við dagatakmarkanir.
         
    
    Við 2. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Ráðherra ákveður í reglugerð hvernig innheimtu gjalds skv. 1. mgr. skuli háttað hjá þeim aðilum sem ekki falla undir 5. og 7. gr. laga nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins.
    Við 7. gr.
         
    
    Í stað orðanna „75 millj. kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: 90 millj. kr.
         
    
    1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Sjóðurinn veitir eingöngu styrki til úreldingar þeirra skipa sem gjaldskyld eru eða hafa verið skv. 1. mgr. 4. gr. enda hafi gjald vegna viðkomandi skips samkvæmt lögum þessum eða lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins verið greitt í a.m.k. þrjú ár.
    Við 10. gr. Síðari málsliður 2. mgr. falli brott.
    Við 11. gr.
         
    
    Fyrri málsgreinin orðist svo:


                            Þróunarsjóður skal stuðla að vöruþróun, markaðssetningu íslenskra sjávarafurða og annarri nýsköpun í sjávarútvegi sem og þátttöku íslenskra aðila í sjávarútvegsverkefnum erlendis. Í því skyni er sjóðnum heimilt að veita lán og ábyrgðir.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar verði: Þátttaka í þróunarverkefnum.
    Við 15. gr. Greinin orðist svo:
                  Stjórn sjóðsins er heimilt að taka lán, þó ekki með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings, í því skyni að jafna misræmi milli innborgana af skuldabréfum í eigu sjóðsins og afborgana og vaxta af lánum sem sjóðurinn á að standa skil á.
    Við 23. gr. Síðustu tveir málsliðirnir orðist svo: Ákvæði 4. gr. um gjald á fiskiskip koma til framkvæmda frá og með árinu 1995. Ákvæði 5. gr. um gjald á fiskvinnslustöðvar koma til framkvæmda við álagningu gjalda á árinu 1995 á gjaldstofn ársins 1994.
    Við bætist tvö ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
         
    
    (I.)
                            Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt á árinu 1994 að taka að láni og endurlána Þróunarsjóði sjávarútvegsins allt að 2.720 millj. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands á staðfestingardegi laganna.
         
    
    (II.)
                            Ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. um þriggja ára greiðsluskyldu á ekki við um þau skip sem skráð voru á skipaskrá fyrir 1. janúar 1994.