Ferill 554. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 554 . mál.


1118. Breytingartillögur



við frv. til l. um reynslusveitarfélög.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (RG, GE, GuðjG, EH, EKG, ISG, IP, JónK).



    Við 6. gr. Í stað 3. málsl. komi tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Félagsmálaráðherra skal enn fremur hlutast til um að árlega verði lagðar fram á Alþingi skýrslur verkefnisstjórnar um framkvæmd verkefnisins. Fyrsta skýrslan verði lögð fram á Alþingi vorið 1995 og sú síðasta vorið 2001.
    Við 15. gr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Óheimilt er þó að víkja frá ákvæðum laga er varða skilyrði um faglega ábyrgð í stjórnun heilbrigðisstofnana og innihald þeirrar þjónustu sem á að veita samkvæmt nefndum lögum.
    17. gr. falli brott.