Ferill 23. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 23 . mál.


1147. Nefndarálit



um till. til þál. um flutning verka Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í ríkissjónvarpinu.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem hvetur til þess að unnið verði að flutningi verka Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Ríkisútvarpi,sjónvarpi, auk þess sem athugað verði hvernig starfsemi þessara stofnana fái að öðru leyti sem best náð til allra landsmanna.
    Nefndin fékk á sinn fund Heimi Steinsson útvarpsstjóra og studdist við umsagnir frá Árna Tómasi Ragnarssyni, Bandalagi íslenskra leikfélaga, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Félagi íslenskra leikara, Félagi leikstjóra á Íslandi, Íslensku óperunni, Ríkisútvarpinu, Ríkisútvarpinu,sjónvarpi, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Starfsmannafélagi Ríkisútvarps,sjónvarps.
    Nefndin styður þau sjónarmið sem tillagan byggist á og leggur til að hún verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Fram kom í umsögnum þeirra sem til þekkja að upptökur leikhúsverka og annarra menningarviðburða fyrir sjónvarp krefðust talsverðs undirbúnings. Útsendingarnar sjálfar væru einnig kostnaðarsamar og í því efni þyrfti m.a. að gæta reglna um höfundarrétt. Nefndin telur því að málið þarfnist frekari skoðunar og leggur til að tillögunni verði breytt þannig að ráðherra gefist svigrúm til að kanna alla þætti málsins vel. Þá er lagt til að tillagan einskorðist hvorki við Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveit Íslands né Ríkisútvarpið.
    Björn Bjarnason var fjarstaddur við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 26. apríl 1994.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Valgerður Sverrisdóttir.

Árni Johnsen.


form., frsm.



Svavar Gestsson.

Petrína Baldursdóttir.

Ólafur Þ. Þórðarson.



Tómas Ingi Olrich.

Kristín Ástgeirsdóttir.