Ferill 452. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 452 . mál.


1177. Nefndarálit



um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1993, sbr. lög nr. 115/1993.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Nefndin hefur haft frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1993 til athugunar. Með frumvarpi þessu er sótt um heimildir til endanlegs greiðsluuppgjörs A-hluta ríkissjóðs á árinu 1993.
    Í frumvarpinu kemur fram að greiðslur úr ríkissjóði séu nettó 4.414,5 millj. kr. lægri en heimildir gerðu ráð fyrir.
    Að lokinni athugun fjárlaganefndar á frumvarpinu og að teknu tilliti til þeirra skýringa sem hún hefur fengið frá fjármálaráðuneytinu fellst meiri hlutinn á þær tillögur sem fram koma í frumvarpinu og leggur til að það verði samþykkt.

Alþingi, 2. maí 1994.



Sigbjörn Gunnarsson,

Sturla Böðvarsson.

Einar K. Guðfinnsson.


form., frsm.



Gunnlaugur Stefánsson.

Árni Mathiesen.

Árni Johnsen.