Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 106 . mál.


1189. Nefndarálit



um till. til þál. um endurskoðun laga nr. 34/1944, um þjóðfána Íslendinga.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Bárust henni umsagnir frá Útflutningsráði Íslands, Verslunarráði Íslands, Ungmennafélagi Íslands, Samtökum iðnaðarins, ferðamálaráði og Íþróttasambandi Íslands.
    Tillagan felur í sér að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd fimm manna til að endurskoða lög um þjóðfána Íslendinga, einkum 12. gr., en þar er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að nota þjóðfánann á umbúðir eða í auglýsingar á vörum.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar og tekur undir þau sjónarmið, er fram koma í greinargerð hennar, að gagnlegt geti verið að vörur í markaðssetningu erlendis beri glögg einkenni Íslands. Jafnframt vill nefndin taka undir þær ábendingar, sem fram komu í umsögnum, að notkun þjóðfánans í þessu skyni er vandmeðfarin.
    Ólafur Þ. Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 2. maí 1994.



Sólveig Pétursdóttir,

Gísli S. Einarsson.

Anna Ólafsdóttir Björnsson.


form., frsm.



Björn Bjarnason.

Kristinn H. Gunnarsson.

Ingi Björn Albertsson.



Guðni Ágústsson.

Tómas Ingi Olrich.