Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


117. löggjafarþing 1993–1994.
Nr. 19/117.

Þskj. 1204  —  603. mál.


Þingsályktun

um breytingu á þingsályktun frá 2. maí 1988, um störf og starfshætti umboðsmanns Alþingis.


    Alþingi ályktar að gera eftirfarandi

Breytingu á reglum
um störf og starfshætti umboðsmanns Alþingis,
nr. 82/1988.


1. gr.

    Í stað orðanna „sbr. 11. gr. laga nr. 52/1985, um þingsköp Alþingis“ í 1. tölul. 3. gr. reglnanna kemur: samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglnanna:
     1.      Í stað orðanna „laga nr. 74/1974“ í 2. málsl. kemur: laga um meðferð opinberra mála.
     2.      Í stað orðanna „2. mgr. 80. gr. laga nr. 74/1974“ í 4. málsl. kemur: lögum um meðferð opinberra mála.

3. gr.

    1. mgr. 12. gr. reglnanna orðast svo:
    Umboðsmaður skal fyrir 1. september ár hvert gefa Alþingi skýrslu um starf sitt á liðnu almanaksári. Skýrsluna skal prenta og birta opinberlega.

Samþykkt á Alþingi 4. maí 1994.