Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 557 . mál.


1209. Breytingartillaga



við frv. til l. um húsaleigubætur.

Frá Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Kristjánssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.



    Við ákvæði til bráðabirgða bætist nýr málsliður sem orðist svo: Við þá endurskoðun verði sérstaklega hugað að því hvort rétt sé að greiða húsaleigubætur í gegnum skattkerfið líkt og gildir um greiðslu vaxtabóta til þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þá verði gerðar breytingar á skattlagningu leigutekna sem hvetji til útleigu íbúða.