Ferill 232. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 232 . mál.


1226. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um málefni aldraðra, nr. 82/1989, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem kveður á um breytingar á lögum um málefni aldraðra varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða.
    Nefndin studdist við umfjöllun sína við umsagnir frá bæjarstjórnum Akraness, Borgarness, Egilsstaðabæjar, Húsavíkur, Keflavíkur, Selfoss og Stykkishólms, Félagi eldri borgara, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Framkvæmdasjóði aldraðra, Húsnæðisstofnun ríkisins, Landssambandi aldraðra, Rangárvallahreppi og Öldrunarráði Íslands.
    Fram hefur komið að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lýsir sig reiðubúinn til að setja efnisatriði 2. gr. frumvarpsins, sem fjallar um að óheimilt sé að auglýsa eða kynna íbúðir sem „þjónustuíbúðir fyrir aldraða“ nema að fengnu samþykki samstarfsnefndar um málefni aldraðra, í reglugerð. Nefndin telur því rétt að leggja til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    
Sólveig Pétursdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. maí 1994.



Gunnlaugur Stefánsson,

Svavar Gestsson,

Lára Margrét Ragnarsdóttir.


form.

frsm.



Ingibjörg Pálmadóttir.

Sturla Böðvarsson.

Finnur Ingólfsson.




Sigríður A. Þórðardóttir.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.