Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 255 . mál.


1266. Breytingartillögur



við frv. til lyfjalaga.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (SP, HN, LMR, GHall, SAÞ).



    Við 2. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Leggja skal árlegt eftirlitsgjald á fyrirtæki þau og stofnanir sem Lyfjaeftirlit ríkisins hefur eftirlit með. Í reglugerð skal nánar kveðið á um eftirlitsgjöld og innheimtu þeirra að fengnum tillögum Lyfjaeftirlits ríkisins. Verja skal tekjum þessum til greiðslu kostnaðar við eftirlitið og miða við að gjaldið standi undir kostnaði við rekstur þess.
    Við ákvæði til bráðabirgða. Við 2. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga um lyfjadreifingu, nr. 76/1982, getur ráðherra framlengt lyfsöluleyfi þar til ákvæði VII. kafla taka gildi.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Ákvæði VII. og XIV. kafla koma þó eigi til framkvæmda fyrr en 1. nóvember 1995. Hið sama gildir um ákvörðun þóknunar fyrir lyfjaafhendingu dýralækna sem kveðið er á um í 30. gr.