Ferill 283. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 283 . mál.


1287. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá Jóhanni Ársælssyni og Steingrími J. Sigfússyni.



    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Á fiskveiðiárinu 1994–1995 skulu bátum undir 6 brl., sem stunda veiðar með aflamarki, heimilaðar veiðar utan kvóta með handfæri og línu tvo síðustu mánuði fiskveiðiársins. Heimild þessi takmarkast við að samanlagður heildarafli bátsins samkvæmt þessu ákvæði og aflamarki bátsins verði ekki meiri en 30 tonn á fiskveiðiárinu.
    Heimildin skal einungis ná til þeirra báta sem sjálfir hafa veitt upp sínar veiðiheimildir, enda sé aflahlutdeild þeirra ekki minni en hún var í janúar 1991. Sá afli, sem veiddur verður samkvæmt þessu ákvæði, skal teljast með afla þeirra báta sem stunda veiðar skv. 6. gr. Jafnframt skal bátum, sem stunda veiðar skv. 6. gr., gefinn kostur á að velja í stað veiðibanns í desember og janúar veiðibann í júlí og ágúst.