Skráning skipa

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 13:50:12 (3541)


[13:50]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Úr því að sá skilningur sem ráðherra gerði grein fyrir er á frv. þá tel ég rétt og mun koma því á framfæri í nefndinni að menn velti fyrir sér hvort annað orðalag eigi ekki að vera í 1. gr. um það að rétt sé að skrá skip hér á landi. Ef mönnum er þetta frjálst þá held ég að þetta orðalag vísi nú frekar til þess að mönnum sé þarna nánast skipað að gera það sem rétt er eins og þarna stendur.
    Um 2. gr. vil ég bara segja að það liggur ekki fyrir hvort frv. um breytingar á lögunum um Þróunarsjóð verði samþykkt og það helst þá í hendur við þá hluti ef ég skil ráðherrann rétt að hann muni ekki talda þessu til streitu verði það frv. ekki samþykkt og ég tek það eins og það er sagt.