Vegalög

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 14:17:27 (3549)


[14:17]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Herra forseti. Vegna spurninga hv. þm. vil ég taka það fram að vegáætlun er til umræðu síðar á þessum fundi þannig að sjálfsagt er að ræða þau mál sem hana varða undir þeim dagskrárlið.
    Um hina síðari athugasemd varðandi lausagöngu búfjár þegar mikil snjóalög eru þá get ég einungis sagt að auðvitað er brýnni ástæða en ella til þess að reyna að halda búfé fjarri vegum í hálku og dimmvirði og hef ég sjálfur reynslu af því að það liggur oft nærri slysi þegar þannig háttar til og skilyrði eru með þeim hætti, hált og dimmviðri.