Vegáætlun 1995--1998

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 16:31:52 (3590)


[16:31]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 3. þm. Reykn. heldur því fram að hér sé ekki um málamyndaumræðu að ræða. Það er gott og ég bíð þá bara eftir því að Alþingi taki þar fram fyrir hendurnar á hæstv. ríkisstjórn og ómerki þá ákvörðun að breyta skiptingu fjármagns í vegamálum því þessi vinnubrögð eru fullkomlega óásættanleg eins og farið er að í þessum málum.
    Það kom fram í ræðu hæstv. samgrh. að ríkisstjórnin ætlast til þess að skiptingu viðbótarfjármagnsins til vegamála, framkvæmdaátaksins, sé breytt og farið eftir öðrum reglum en áður. Það er Alþingis að breyta því. En ef Alþingi er látið standa frammi fyrir gerðum hlut þá er þetta auðvitað málamyndaumræða.