Vegáætlun 1995--1998

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 16:34:18 (3592)


[16:34]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég verð að segja hv. 3. þm. Reykn. það að ég verð ekki glaður fyrr en ég sé hvernig hann greiðir atkvæði um þessa vegáætlun. Jafnframt verð ég að segja honum að ég hef ekki haldið því fram að það væri engin þörf fyrir átak í vegamálum hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef ekki haldið því fram að höfuðborgarsvæðið eigi ekki að fá sinn hlut úr þeim 1.250 millj. sem boðaðar eru á árinu 1995, en ég held því fram að það eigi að gilda sú regla um skiptinguna sem gilt hefur hingað til. Því held ég fram og mun berjast fyrir því við þessa umræðu og við seinni umferð málsins í hv. Alþingi.