Kísilgúrverksmiðja við Mývatn

81. fundur
Þriðjudaginn 31. janúar 1995, kl. 14:32:32 (3670)


[14:32]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get ekki fallist á það að sú aðferð sem hv. síðasti ræðumaður notaði til þess að tengja atvinnumál í Mývatnssveit við samgöngumál sé fáránleg. Hann var sjálfur upphafsmaður að þessum útúrdúr þannig að ef honum finnst þessi umræða vera orðin fáránleg þá verður hann að leita að því í eigin ranni. Ég vil hins vegar geta þess að það eina sem ég hef gert athugasemdir við í þessari umræðu er það að ég finn að hv. þm. Jóhannes Geir Sigurgeirsson á í einhverjum vandræðum með að viðurkenna þá stefnubreytingu í samgöngumálum sem núv. samgrh. hefur staðið að. Ég er þeirrar skoðunar og hef ekki dregið dul á það, að ég hef viljað viðurkenna það sem vel er gert í hverju máli og mér finnst alveg ástæðulaust að vera í einhverjum vandræðum með að viðurkenna þessa stefnubreytingu.