Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

83. fundur
Fimmtudaginn 02. febrúar 1995, kl. 16:31:38 (3807)


[16:31]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessi svör hjá hæstv. félmrh. Ég vissi raunar ekki að þessi grein hefði verið útskýrð á þennan hátt í núverandi lögum, en hún upplýsti það einnig hér að þetta ákvæði hefur ekki verið notað, en það er auðvitað inni í dæminu að kaupa upp húseignir í staðinn fyrir að gera varnarvirki. Þetta hefur einmitt verið mjög mikið rætt í minni heimabyggð, Hnífsdal, þar sem svo háttar til að það varnarvirki sem búið var að gera teikningu að er talið að muni alls ekki skila þeim árangri sem til er ætlast. Ég er því mjög fegin að heyra það að þetta skuli vera verulega í umræðunni núna og tel að það sé eitt af því brýnasta sem þarf að taka ákvörðun um.