Framkvæmd búvörusamningsins

84. fundur
Föstudaginn 03. febrúar 1995, kl. 15:24:22 (3889)


[15:24]
     Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Það hefur ítrekað kom fram við þessa umræðu að menn sakna fyrrv. landbrh. við hana og ég tel út af fyrir sig að það sé óheppilegt að hún fari fram án þess að hann sé hér til staðar. Mér finnst eftir að þessi krafa hefur verið ítrekuð og út á þetta sett og eftir að hv. 3. þm. Norðurl. v., formaður þingflokks Alþb., fór fram á það að umræðunni yrði frestað þannig að hæstv. fyrrv. landbrh. gæti verið við hana, þá sé full ástæða til þess að hæstv. forseti taki málið til skoðunar og fresti þessari umræðu þannig að menn gætu lokið við hana og haft hæstv. fyrrv. landbrh. hér til svara.