Framkvæmd búvörusamningsins

84. fundur
Föstudaginn 03. febrúar 1995, kl. 15:26:16 (3891)


[15:26]
     Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Mér þykir menn ganga býsna hart fram í því að ljúka þessari umræðu í dag. Ég tel að það hefði verið full ástæða til þess að fresta henni. Þó svo það hafi legið fyrir um nokkurn tíma að þessi umræða ætti að fara fram í dag þá lá það ekki fyrir að menn söknuðu svo sárt hæstv. fyrrv. landbrh. sem fram hefur komið og ég hefði talið að þó menn sem ættu eftir að tala vikju kannski ræðum sínum hér, þá væri kannski ekki stórhættulegt þó að þessi umræða yrði sett af stað aftur svo að þeir þingmen sem sárast hafa saknað hæstv. fyrrv. landbrh. fái þá a.m.k. að tala við hann um þetta mál. En ég heyri

hvað hæstv. forseti hefur hér sagt. ( GÁ: Hvar er þingmaðurinn?) Ég hef ekki upplýsingar um það hvar hv. þm. er staddur núna, en hv. 3. þm. Norðurl. v. sagði í morgun að hann hefði tjáð sér að hann ætti enga möguleika á að vera hér staddur í dag og þætti það mjög miður.