Samstarf Alþýðuskólans á Eiðum og Menntaskólans á Egilsstöðum

86. fundur
Mánudaginn 06. febrúar 1995, kl. 16:23:08 (3947)


[16:23]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli og menntmrh. fyrir hans svör. Ég tel eðlilegt að þessar tvær menntastofnanir taki upp með sér samvinnu ef þess er nokkur kostur.

Það vill svo til að aðsókn að Menntaskólanum á Egilsstöðum er mikil þannig að þessi samvinna mun koma báðum skólastofnununum til góða. Ég tel að það sé áríðandi að það náist niðurstaða í þessi mál eins fljótt og kostur er vegna þess að Eiðaskóli hefur hingað til verið fullsetinn þar til nú og það er ekki góður hlutur að þessi mál dragist þannig að ég vil hvetja til að það verði haldið áfram á þeirri braut sem ég heyri að svör ráðherra hníga til.