Embættisfærsla umhverfisráðherra

87. fundur
Mánudaginn 06. febrúar 1995, kl. 17:07:04 (3958)


[17:07]
     Flm. (Hjörleifur Guttormsson) (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Ég ætla ekkert að hafa á móti því að hæstv. umhvrh. fái að tala hér lengi og mikið því ef hann fer ekki betur með sinn tíma en hann gerði áðan þá veitir ekkert af að auka hans svigrúm. En þar sem hér er um mikilsvert mál að ræða, spurninguna um túlkun þingskapa, þá leyfi ég mér að draga í efa að hér sé farið að þingsköpum svo sem venja hefur verið til í sambandi við túlkun á þessari grein.
    Ég veit til þess að þingflokkar hafa óskað eftir slíkum rýmri fresti en ef mig misminnir ekki þá hefur það gilt sem almenn regla varðandi umræðu þannig að ekki sé verið að úthluta því til eins einstaks ræðumanns. Þetta tel ég nauðsynlegt að farið sé yfir í forsn. þingsins og komi um það skýring úr forsetastóli til að ekki sé verið að innleiða hér einhverja hefð sem ekki byggir á venjubundinni málsmeðferð. En ég er að sjálfsögðu ekki að gera annað en athugasemd um þetta efni og hef ekki haft aðstæður til að kanna hvernig á hefur verið haldið fram að þessu.