Embættisfærsla umhverfisráðherra

87. fundur
Mánudaginn 06. febrúar 1995, kl. 17:58:09 (3972)


[17:58]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Segjum svo að það sé rétt hjá hv. þm., Jóhanni Ársælssyni, að umhvrh. hafi, eins og hann orðaði það, kastað til höndunum í samskiptum sínum við starfsmenn veiðistjóra. Segjum að það sé rétt. Kallar það á sérstaka rannsóknarnefnd til þess að fara ofan í það hvort ráðherra hafi kastað til höndunum í samskiptum sínum við starfsmenn? Ég held að það sé algerlega fráleitt.
    Af því að hv. þm. spurði mig hvaða afstöðu ég hefði til þessarar tillögu, þá er það svo að ég tel að það væri slæmt fordæmi og slæm hefð sem yrði sköpuð með samþykkt þessarar tillögu. Ég tel einfaldlega að tilefnin séu þess eðlis að það sé alveg út í hött. Það er auðvitað þingsins að ákveða það, ekki mitt hlutverk.