Embættisfærsla umhverfisráðherra

88. fundur
Þriðjudaginn 07. febrúar 1995, kl. 13:54:14 (3996)


[13:54]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Ég vil svara fyrir mína parta að ég hef fyrir mitt leyti ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillagan gangi til síðari umr. og nefndar. En það breytir ekki því að stjórn og stjórnarandstaða hafa hjálpast til við að koma sínum málum áfram. Það er hinn venjulegi gangur ( Gripið fram í: Stefnubreyting.) bæði stjórn og stjórnarandstaða. En þetta hefur hins vegar gerst áður og ég hygg að það

hafi verið Ólafur Jóhannesson sem á sínum tíma beitti sér fyrir svipaðri málsmeðferð. Þannig að það er ekkert óvenjulegt hvað það varðar við svipaðar aðstæður. ( Gripið fram í: Jú.) Ég geri ráð fyrir að það tíðkist áfram sú ágæta venja að stjórn og stjórnarandstaða hafa hjálpað málum hvors annars með venjulegum hætti til nefndar.