Embættisfærsla umhverfisráðherra

88. fundur
Þriðjudaginn 07. febrúar 1995, kl. 14:20:47 (4008)


[14:20]
     Vilhjálmur Egilsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Til einhvers er það væntanlega að það er í þingsköpum að það séu greidd atkvæði um mál eftir 1. umr. og þingmenn hljóta að þurfa að vega og meta í hverju tilviki hvort málið sé þannig vaxið að það eigi að halda áfram í þinginu eftir þá umræðu. Það er að sjálfsögðu hin langalgengasta niðurstaða og sem betur fer að málin fara yfirleitt fram. En það getur komið upp sú staða að einstökum þingmönnum finnist mál vera svo vitlaus eða þannig vaxin að þau eigi ekki að halda áfram og mér finnst að menn eigi að taka atkvæðagreiðslu um það og hætta þessari umræðu.