Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

88. fundur
Þriðjudaginn 07. febrúar 1995, kl. 16:11:32 (4025)


[16:11]
     Jón Helgason (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Það er einmitt vegna þess að ég tel mig skilja framgang mála á Alþingi að ég orða þetta því hæstv. dómsmrh. hefur mælt fyrir mörgum öðrum málum hér síðan þetta frv. hans kom fram en það hefur ekki verið sett á dagskrá. Þess vegna spurði ég hæstv. ráðherra að þessu. Ég held að þeim sem eru búnir að sitja nokkuð á Alþingi hljóti að vera ljóst að jafnumdeilt mál og róttæk breyting á áfengislögunum, það má segja að það eigi að kollvarpa því kerfi sem hér hefur verið við lýði, að harla litlar líkur eru til þess að sú breyting nái fram að ganga þegar ekki hefur verið mælt fyrir frv. og örfáir dagar eru til þingloka.