Refsiákvæði nokkurra skattalaga

89. fundur
Miðvikudaginn 08. febrúar 1995, kl. 13:54:54 (4060)


[13:54]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Ef stjórnarandstaðan ætti að viðhafa viðlíka vinnubrögð og við voru höfð af stjórnarliðum í gær þá ættum við að sjálfsögðu að beita okkur gegn því að mál færu á á milli umræðna. Það væru eðlileg viðbrögð ef við fylgdum leiðsögn stjórnarliðsins. Þegar það bætist við eins og hefur komið fram að það er aðeins verið að þjóna formi en ekki innihaldi með því að fylgja ákvörðun sem tekin var á Alþingi í gær um að vísa máli til 2. umr. og nefndar og málið síðan rifið út án athugunar þá er verið að innleiða þannig vinnubrögð í þinginu að það hlýtur að bjóða upp á alvarlega árekstra. Til þess að komast hjá því er nauðsynlegt að forusta þingsins taki þegar á þessum málum.