Málflytjendur

89. fundur
Miðvikudaginn 08. febrúar 1995, kl. 14:12:04 (4065)


[14:12]
     Frsm. allshn. (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil eingöngu staðfesta það sem hv. þm. Ingi Björn Albertsson nefndi hér að hann kom þessum sjónarmiðum sínum mjög skelegglega á framfæri í nefndinni um upplýsingaskyldu lögmanna til viðskiptamanna sinna. Ég vil árétta að ég nefndi það í minni framsögu að ég teldi það hluta af eðlilegum og venjubundnum viðskiptaháttum lögmanna og umbjóðenda þeirra þar sem sá fyrrnefndi hefði undir höndum fjármagn þess síðarnefnda að upplýsingar af þessum toga væru veittar. Hins vegar varð ekki um það samkomulag í nefndinni að ganga svo langt að skilyrðisbinda það beint eins og brtt. hv. þm. gerir ráð fyrir en undir það tekið í nál. að það sé eitt þeirra atriða sem þurfi að gaumgæfa og skoða mjög rækilega þegar heildarendurskoðun þessara mála nær fram að ganga og verður hér afgreidd.