Lánasjóður íslenskra námsmanna

89. fundur
Miðvikudaginn 08. febrúar 1995, kl. 15:41:12 (4081)


[15:41]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég bíð eftir því að fá þessar skýrslur í hendurnar, ég skal láta hv. þm. hafa þær skýrslur sem ég hef um fjölda námsmanna. Ég nefni örfáar tölur.
    Fjöldi námsmanna og lánþega í Háskóla Íslands, ef við miðum við 1990--1991 --- eigum við ekki að miða við það ár --- námsmenn 4.397, lánþegar 2.787. 1994--1995, áætlun: Námsmenn í heild 5.568, lánþegar 2.100. Fjöldi námsmanna við Háskóla Íslands, fjöldi námsmanna í lánshæfum skólum, við skulum taka þær tölur: 1990--1991 eru þeir alls 8.769, árið 1995 10.316. Í sérskólum 1990--1991 3.665, í sérskólum nú, 1994--1995, 3.890. Hver er þessi ógnarfækkun sem hér er alltaf verið að hamra á? Ég sé hana ekki. ( SvG: Þú kannt bara ekki að reikna.) Nei, en ég kann að lesa.