Framtíðarnýting Safnahússins

92. fundur
Mánudaginn 13. febrúar 1995, kl. 18:50:52 (4239)

[18:50]
     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Um það mál hvert eigi að vera hlutverk Landsbókasafnshússins í framtíðinni vil ég aðeins segja þetta: Húsið var byggt sem landsbókasafn. Þetta er friðað hús og raunar eitt fegursta hús í bænum. Það á auðvitað aldrei að verða neitt annað en bókasafn og hluti af Landsbókasafni.
    Menn verða að átta sig á því að þegar bókasafn er annars vegar eykst bókakostur hraðar en menn gera sér í hugarlund. Ef Ísland á að verða aðsetur norrænna fræða og bókmennta þá held ég að nægt hlutverk verði fyrir þetta hús. Ég vænti þess lengstra orða að ekki verði farið að fá þessu húsi eitthvert allt annað hlutverk en það var upphaflega byggt til. Ég undrast það satt að segja að ef ég skildi hæstv. menntmrh. rétt þá séu ráðuneytisstjórar í nefnd að fjalla um framtíð þessa húss. Ég heyrði ekki að landsbókavörður tæki þátt í þeirri vinnu. Ég held að það væri nú eðlilegra að . . .
    ( Forseti (GunnS) : Ég verð að minna hv. þm. á að tími hans er útrunninn. Þar með bið ég hv. þm. að ljúka máli sínu.)
    Ég skal gera mér grein fyrir því, hæstv. forseti. Ég mun gera það með þeirri ósk að Landsbókasafnshúsið verði áfram hluti af Landsbókasafni.