Náttúruvernd

94. fundur
Þriðjudaginn 14. febrúar 1995, kl. 13:55:04 (4255)

[13:55]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vil einungis sem meðlimur í allshn. taka undir þær óskir sem fram hafa komið um það að haldið verði óbreyttri forgangsröð frá því sem virtist vera í gær þar sem embættisfærslur umhvrh. virtust hafa sérstakan forgang. Okkur í allshn. er ekkert að vanbúnaði að fara í þá umræðu, sem við hefðum gjarnan viljað taka innan nefndarinnar og hefði verið eðlilegra að ætti sér stað þar. Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða. Það eina sem stjórn og stjórnarandstaða geta sameinast um í þessu máli virðist vera það að vilja sérstaklega fara að taka þessa umræðu þannig að ég bið hæstv. forseta að taka þetta til góðfúslegrar athugunar.