Náttúruvernd

94. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 00:59:06 (4293)

    Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Eins og áður hefur komið fram hefur forseti ætlað að halda þessum umræðum áfram enda eru enn allmargir hv. þm. á mælendaskrá. Það hefur komið fram eindregin ósk í umræðunum um það að þessu máli verði gefinn góður tími. Og það hefur komið fram hjá hv. þm. í umræðunum að málinu verði gefinn góður tími og forseti mun ekki enn sem komið er grípa til 57. gr. þingskapa er segir: ,,Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd.``
    Að svo stöddu sér forseti ekki ástæðu til að grípa til þessarar greinar en forseti er að tjá hv. þm. að hann muni gefa hv. þm. góðan tíma til þess að ræða þetta mál hér eftir sem hingað til.