Náttúruvernd

94. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 01:10:08 (4298)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti verður í tilefni af athugasemd hv. 4. þm. Austurl. að minna hv. þm. á að forseti las úr 57. gr. þingskapa í tilefni af fyrirspurn frá hv. 2. þm. Suðurl. um það hvernig forseti mundi haga fundarstjórn. Forseta þótti skylt að vitna í þingsköp í svari sínu. Ef 57. gr. þingskapa felur í sér hótun þá er það mál Alþingis að fjalla um þingsköpin. Forseta er skylt þegar spurt er um fundarstjórn að vitna til þingskapa sem hann gerði.