Náttúruvernd

94. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 01:20:20 (4302)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti vill í tilefni af spurningu hv. 9. þm. Reykn. þess efnis hversu margir hv. þm. Sjálfstfl. séu til staðar hér í þinghúsinu benda hv. þm. á að upplýsingar um þetta má fá á skrifstofu þingsins. En ef hv. þm. (Gripið fram í.) óskar sérstaklega eftir því að forseti láti fara fram talningu sem hann telur nú kannski ekki viðeigandi þá getur hann gert það ef

sérstaklega verður eftir því óskað. ( SJS: Nú gekk forseti . . .  )
    Í sambandi við athugasemd hv. 4. þm. Norðurl. e. enn og aftur þess efnis að forseti hafi verið með hótun um það að beita 57. gr. þá fólst það ekki í orðum forseta enda tók hann það skýrt fram að hann ætlaði ekki að grípa til þessarar greinar en þótti ástæða til vegna spurninga hv. 2. þm. Suðurl. þess efnis hvernig fundarstjórn væri háttað og einnig vegna þess að margítrekað hefur komið fram í athugasemdum um fundarstjórn forseta að þessi fundur væri kominn óhóflega fram á miðja nótt og það er einmitt þannig tekið til orða í 57. gr. að ,,ef umræður dragast úr hófi fram`` og það er nú einmitt það sem hv. þm. hafa verið að ræða hér ( SJS: Aldeilis ekki.) að umræður hafi dregist úr hófi fram. ( SJS: Hvers konar . . .   er þetta?) Af þessu tilefni vitnaði forseti í þessa grein, í tilefni af spurningu hv. 2. þm. Suðurl.