Fullgilding Haag-sáttmálans um málefni barna

95. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 13:56:32 (4334)


[13:56]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Mér var ekki kunnugt um að það væri vegna álitamála eða hugsanlegra ágreiningsmála sem þessi töf hefði orðið heldur vegna þess að ráðuneytið væri fáliðað og þar af leiðandi væru það mörg mál sem eru mikilvæg og get ég tekið undir það. Ég vona að þetta verði ekki til að tefja málið eða hindra framgang þess hér því að ég hygg að um þetta mál sé býsna mikil sátt. En mig langar í framhaldi af þessu að inna ráðherra eftir því hvort það sé nokkur hætta á að þetta muni verða málinu til trafala.