Skýrsla umboðsmanns Alþingis

95. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 18:33:45 (4381)


[18:33]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég lýsi vonbrigðum mínum á þessum málflutningi hv. þm. Væntanlega gengur hv. þm. það til að því er varðar skýrslu umboðsmanns Alþingis, að taka mark á málefnalegri og rökstuddri gagnrýni umboðsmanns og væntanlega þá þannig að það leiði til málefnalegrar umfjöllunar. En síðasta athugasemd þingmannsins staðfestir að það er eitthvað allt annað sem vakti fyrir honum og hún er ekki svara verð.