Umræður um dagskrármál

96. fundur
Fimmtudaginn 16. febrúar 1995, kl. 13:08:21 (4399)

[13:08]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Hér hefur verið mál á dagskrá í allan morgun sem er umdeilt og þarfnast umræðu, þarfnast tíma undir þá umræðu. Mér finnst í hæsta máta miður og jafnvel undarlegt hjá hæstv. forseta ef umræðu er frestað vegna þess að menn sem hafa skráð sig á mælendaskrá sjá ekki sóma sinn í því að mæta til umræðunnar. Mér finnst það furðulegt og vil lýsa því hér.