Grunnskóli

96. fundur
Fimmtudaginn 16. febrúar 1995, kl. 16:39:57 (4406)


[16:39]
     Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég mótmæli því að vinnubrögð í menntmn. hafi spillt fyrir í viðkvæmri kjaradeilu. Þetta er eingöngu áróðursbragð sem hv. þm. notaði til að reyna að spilla fyrir góðu máli, að tengja það á þennan veg við þá viðkvæmu kjaradeilu sem nú er uppi. Ég tel að menn eigi að nálgast þetta mál frá allt öðru sjónarhorni. Löggjöfin er hald fyrir áframhaldandi vinnu við þetta mál og auðveldar hana að ýmsu leyti og það er augljóst að tekjustofnafrv. og samþykkt þess hlýtur að verða lokapunkturinn í þessu ferli.