Grunnskóli

96. fundur
Föstudaginn 17. febrúar 1995, kl. 00:13:25 (4428)


[00:13]
     Frsm. 1. minni hluta menntmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Ég vil spyrja að því hversu lengi eigi að halda áfram. Ég hafði fengið þau tíðindi að það ætti að hætta umræðum í kvöld að lokinni ræðu hv. þm. Tómasar Inga Olrich og ég vil inna forseta eftir því. Það eru nefndarfundir í nánast öllum nefndum þingsins í fyrramálið og við erum búin að vera á kvöldfundi fyrr í vikunni og reyndar langt fram á nótt. Það var talað um kvöldfund þegar kynnt var plan fyrir vikuna, hvernig starfi þessarar viku skyldi háttað. Nú er komið fram yfir miðnætti og því inni ég forseta eftir því, hvort fyrirhugað er að halda hér áfram eða hvort ekki eigi að hætta og fara heim að hátta og ég fer fram á það að við látum nú gott heita og tökum upp þráðinn síðar meir.